top of page

Við eru öll umhverfisverndarsinnar

Updated: Sep 20, 2021

Ég nýt þess að ferðast um landið mitt og alveg sérstaklega að koma á fáfarna staði þar sem hægt er að njóta tilverunnar og náttúrunnar í ró og næði, fjarri glaumi sem gjarnan fylgir þéttskipuðum tjaldstæðum.


Ég lít á mig sem umhverfisverndarsinna og reyni af fremsta megn


i að gera ekkert á hlut umhverfisins. Ummerkin eftir mig eru eru hverfandi og helst engin, í mesta lagi spor í sandi eða gleym-mér-ey sem hefur verið slitin upp og límd í peysu.


Í sumar fór ég um Vestfirði og hálendi Íslands og komst ekki hjá því að velta fyrir mér hugmyndum umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð og afleiðingum þess ef þær yrðu að lögfestum veruleika.


Hvað á að vernda, fyrir hvern og af hverju?

Erum við einhverju bættari með nýju opinberu stjórnsýslubákni?

Er ekki umsýsla miðhálendis okkar einfaldlega í fínu lagi?

Þarf að stöðva einhverjar framkvæmdir og þá hverjar?

Eru deilur uppi milli þjóðlenduyfirvalda og sveitastjórna sem hagsmuna eiga að gæta á hálendinu?

Ekki hafa þær farið hátt ef einhverjar eru.


Hvað er þá málið?


Ég hitti íslenska og erlenda ferðamenn í sæluvímu á ferð um hálendið f


lestir á vel útbúnum jeppum, aðrir á mótorhjólum, reiðhjólum eða jafnvel ríðandi á hestum.

Veltir forræðishyggjufólk því fyrir sér að banna slíka ferðamennsku í fyllingu tímans í miðhálendis- þjóðgarði ?

Eða er hugmyndin sú að þvælast áfram fyrir því að hálendisvegir fái löngu tímabæra endurnýjun og viðhald og halda þannig fjölda fólks frá því að upplifa hálendið okkar?


Í þriðju grein frumvarps um hálendisþjóðgarð er sagt að markmiðið sé meðal annars að „gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru, menningar og sögu þjóðgarðsins“. Hefur það verið vandamál hingað til? Í sömu grein er talað um að „auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist.“

Hvað þýðir það?

Varla vegagerð. Hvað þá?


Svo á að „stuðla að því að almenningur geti stundað útivist innan þjóðgarðsins í sátt við náttúru og menningarminjar“. Hvernig fer það saman að vernda umhverfið með öllum ráðum en stuðla um leið að því að bæta aðgengi almennings og fjölga ferðafólki á svæðinu? Hvernig á að standa að þessu og hvar og hvernig koma einkarekin ferðaþjónustufyrirtæki inn í þjóðgarðsmyndina?


Mörgum spurningum er þannig ósvarað og sem betur fer var hálendisfrumvarpið lagt í salt á Alþingi.


Þar er margt sem þarf að breytast og að óbreyttu fer vel á því að þingskjalið liggi áfram í saltpækli.


Guðrún Hafsteinsdóttir,

oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Comments


bottom of page