top of page

Störf án staðsetningar

Síðustu áratugi höfum við verið í mikilli varnarbaráttu varðandi fólksfækkun íbúa á landsbyggðinni.


Það hefur sýnt sig að fólk vill búa úti á landi. Ungt fólk vill setjast að og ala upp sín börn í fjölskylduvænu og rólegu umhverfi. Því er gríðarlega mikilvægt að fólki standi til boða spennandi og vel launuð störf. Um langan tíma höfum við reynt að færa stofnanir út á land með misjöfnum árangri. Það hefur verið erfitt að færa heilu stofnanirnar með manni og mús en nú hefur tæknin séð fyrir þessu. Það hefur því verið ævintýralega spennandi að fylgjast með nýju ráðuneyti hæstvirts ráðherra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Ráðuneyti Iðnaðar-, háskóla, nýsköpunar að þar eru nær öll störf auglýst án staðsetningar. Ráðuneytið er fyrsta rík­is­stofn­un­in til að gefa skýrt út að nær öll störf verði án staðsetn­ing­ar.Það er til eftirbreytni fyrir allar opinberar stofnanir að feta í fótspor hæstvirts iðnaðar- háskóla og nýsköpunraráðherra og fjölga störfum án staðsetningar.


Höfum það samt í huga að það er tómt mál um að tala að ætla að flytja störf út á land nema að til staðar séu góðar gagnatengingar. Því er nauðsynlegt að klára ljósleiðaravæðingu landsins.


Út um allt land býr nú fólk sem hefur valið sér búsetu vegna þeirra gæða sem búsetan bíður upp á og starfar hjá fyrirtækjum eða stofnunum í borginni eða hjá fyrirtækjum út um allan heim.


Fólk velur hvar það vill búa og ræðst því ekki búsetan af því hvar vinnu er að fá. Framtíðin liggur í því að vinnan fylgir manneskjunni en manneskjan eltir ekki vinnuna.

Í raun snýst þetta um frelsi. Frelsi til að búa og starfa þar sem maður helst óskar.


Þessi ræða var flutt á Alþingi 19. október 2022

Guðrún Hafsteinsdóttir

Comments


bottom of page